ÁRDAGAR ÍSLENSKRAR ORDABÓKARGERDAR

I greininni er fjallað um íslenska orðabók, Lexicon Islandicum (LI), sem Guðmundur Andrésson samdi með latneskum skýringum á árunum 1650-1654. LI kom fyrst út í Kaupmannahäfn árið 1683, nálega þrjátíu árum eftir dauða höfundar, en í nírri útgáfu í Reykjavík árið 1999,í ritröðinni Orðfrœðirit fyrri alda sem Orðabók Háskólans efndi til árið 1988. Í sessari niju útgáfu er bætt úr helstu ágöllum hinnar fyrri, m. a. með stuðningi við handrit MS Junius 120 sem varðveitt er í Bodlean Library í Oxford og kann að vera eftirrit af eiginhandriti Guðmundar. Gunnlaugur Ingólfsson og Jakob Benediktsson sáu um útgáfuna, og Gunnlaugur skrifaði ítarlegan inngang.

Orðaforðinn í LI er sóttur í fornrit, lögbæskur, Eddukvæsði og Snorra-Eddu, dróttkvæði, helgikvæði og sögur (konungasögur, fomaldarsögur og Íslendingasögur). Ljóst er að höfundur hefur haft aðgang að handritum í Höfn, en sumar tilvitnanir eru skrifaðar eftir minni. Einnig er sar mörg orð og orðatiltæki úr samtíð höfundar, þ. á. m. málshættir og kveðskaparbrot sem ekki koma fyrir annars staðar. Bókin er því merk heimild um íslenskan orðaforða á 17. öld og áfangi í sögu íslenskra orðabóka.

LI er ekki fyrsta íslenska orðabókin sem út kemur á prent. Árið 1650 kom út í Kaupmannahöfn Specimen Lexici Runici (SLR). Höfundurinn var sr. Magnús Ólafsson, prestur í Laufási í EyjafirDi (d. 1636), en útgefandinn var Ole Worm. Samt tók SLR einkum yfir fornmálið. Einnig er sennilegt að Guðmundur Anrésson hafi tekið þátt í útgáfu á SLR og aukið nokkru efhi í orðasafn Magnúsar.

pdf_iconShenjavskaja Tatjana. ÁRDAGAR ÍSLENSKRAR ORDABÓKARGERDAR